Í dag fylgdi ég Alexander í skólann. Hann er svo duglegur pilturinn og áhuginn er alveg kristaltær. Þetta er frábært. Algjör synd að maður missir af þessum fyrstu dögum vegna vinnu. Eitthvað sýnist mér að 6ára börn í dag fái meira að gera heldur en ég þegar ég var í "núll" bekknum gamla, en það er hið besta mál af því að ég hef nú verið þeirrar skoðunar að auka mætti við kröfur til nemenda sérstaklega í raungreinum.
En sem sagt pilturinn er mættur. Hann er í nýja skólajakkanum sínum og með nýja skólatösku. Hann er líka með mjólkurmiða og það er svakalega flott dæmi.

Ég hef minnkað aðeins við mig í vinnu og er núna bara mánudaga,þriðjudaga og fimmtudaga á Vöruhótelinu. Það er alveg nóg.

Ég las bloggið hjá Helga í gær og get ekki sagt annað en að ég vorkenni honum að vera einn þarna úti þó að þetta sé örugglega gaman. Ég hef einmitt fundið það virku dagana hvað það er ömurlegt að "hitta" bara fjölskylduna þegar hún er sofandi.

Jæja, back to the trenches. Ég á eftir að svara 62 tölvupóstum í dag.

Ummæli

Vinsælar færslur